AÐSTOÐ VIÐ HÖNNUN

Málmtækni vinnur með arkitektum og hönnuðum í að velja þau efni sem henta best hverju verkefni fyrir sig. Farið er yfir hvert verkefnið er, hver er sýn arkitektsins og hverjar eru þarfir verkkaupa. Farið er yfir mikilvæga hönnunarþætti á borð við einangrunargildi, burðarþol, gerð klæðningar.

Einnig aðstoðum við hönnuði við að ákveða stærð klæðningarplatna og legu klæðningar miðað við undirkerfi. Öll verkefni krefjast mismunandi lausna og frágangs klæðningar, hvort hún er skrúfuð, límd, kasetta, báru eða læst klæðning.

Ráðgjafar okkar veita einnig ráðgjöf varðandi frágang á flassningum, gluggaafrágang, staðsetningu á rennum og önnur tilfallandi verkefni sem þörf er á.

VOTTUNARKERFI

Leitað er allra leiða til að besta nýtingu veggklæðninga og minnka þannig kolefnisspor klæðningarinnar. Þetta er meðal annars geert með því að nota nákvæma tölvufræsara til að reikna sem best út nýtingu efnis og minnka afskurð. . Við aðstoðum hönnuði og verktaka við að velja rétt efni sem falla undir skilgreiningar Leeds, Bream og Nordic Label.

SÉRSMÍÐUÐ SÝNISHORN

Við getum einnig boðið upp á sérsmíðuð sýnishorn sem sýna gluggafrágang, klæðningu og frágang, hvernig litir ganga saman. Sýnishornin eru þá smíðuð í þeim litum sem ætlunin er að nota í viðeigandi verkefni.

VÖRUKYNNINGAR

Smelltu hér til að kynna þér þær vörukynningar sem Málmtækni býður upp á.

PRUFUR

ARKITEKTÚR

OPNUNARTÍMI

Mánudagar-Fimmtudagar
08:00-17:00
Föstudagar
08:00-16:00
Helgar
Lokað