DASSO PALLAEFNI

Málmtækni býður nú upp á utanhúss pallaefni frá Dasso. Pallaefnið fæst í 2 mismunandi litum (C-Tech og XTR). Hér til hliðar má sjá myndir af mismunandi litum og útfærslum á því bambus pallaefni sem Málmtækni býður upp á. Bambus borðin eru eldþolin og mygla ekki.

Dasso C-Tech og XTR brunaflokkar:
Palla efnið er í EN Bfl-s1
Veggjaklæðningarnar eru í EN 13501 B-s1, d0

Pallaefnið er fest með földum ryðfríum festingum og fræstum endum sem gerir það að verkum að það verða engin sjáanleg skrúfugöt á pallaefninu. Pallaefnið er afgreitt í stærðinni 137mm (breidd), 20mm (þykkt), 1850mm (lengd). Uppsetning pallaefnisins er bæði einföld og fljótleg, en hér til hliðar má sjá vídeó sem sýnir hvernig pallaefnið er fest á þar til gerðar grindur. Notendur geta svo ráðið hvora hlið efnisins þeir vilja láta snúa upp og þannig valið um slétt eða rákað yfirborð.


FRÓÐLEIKUR UM BAMBUS FRÁ DASSO