Saga Málmtækni HF

Málmtækni HF var stofnað árið 1970 og hefur síðan þá verið leiðandi í Málmiðnaði. Fyrst um sinn starfaði fyrirtækið sem verktaki fyrir orkufyrirtæki og við smíðar á tönkum og kössum á vörubíla. Þegar gaus í Vestmannaeyjum árið 1973 fór Málmtækni með allan sinn mannskap til eyja með það verkefni að bjarga byggð með því að dæla sjó á hraunið. Árin eftir það starfaði Málmtækni við jarðboranir í leit að heitu vatni fyrir Orkuveituna um allt land. Upp úr 1990 byjaði fyrirtækið að snúa sér alfarið að innflutningi og sölu á málmum og hefur gert óslitið síðan. Í dag er fyrirtækið leiðandi í þjónustu við einstaklinga og fyrirtæki sem nota málma og fleira í sín verkefni.
Meginverkefni okkar eru sala á áli, stáli og plasti, en einnig hefur Málmtækni verið að auka vöruúrval sitt og selur t.d. loftsíur fyrir Loftræstikerfi. Þá hefur fyrirtækið verið að selja klæðningar utan á hús og jafnt og þétt verið að auka vöruúrvalið í þeim efnum.
Hjá Málmtækni starfa um 15 manns og margir þeirra búnir að vinna hjá fyrirtækinu í mörg ár og búa yfir mikilli þekkingu á þeim vörum sem fyrirtækið selur.

Örn Guðmarsson
Forstjóri/Eigandi

Magnús R. Guðmundsson
Framkvæmdarstjóri

Höskuldur Örn Arnarson
Sölustjóri

Gunnar Ingi Arnarson
Fjármálastjóri

Örn Sigurbjörnsson
Innflutningur/Sölumaður

Kristján Ingólfsson
Sölumaður

Már Sigurbjörnsson
Verkstjóri

Guðmundur G. Guðmundsson
Verkstjóri

Þorvarður Lárusson
Vinnsla/Sölumaður

Örn Bragi Þórðarson
Sölumaður

Friðfinnur Finnbjörnsso
Sölumaður

Helgi Garðar Sigurðsson
Sölumaður

Karl Ingi Guðjónsson
Bílstjóri

Jóhannes Bjarni Kristjánsson
Bílstjóri

Málmtækni